Iðunn - 01.01.1885, Síða 34
28
Gull.
um eptír að gullið fannst í Kalíforníu, samtals 1300
mílur danskar á lengd og höfðu kostað um 60 milj.
kr. |>að er mikið mannvirki, enda hefir það borið
góðan ávöxt; því að þessum miklu skurðum er það
að þakka, að hafa má gullþvott hvar sem gull finnst
í Kalíforníu, en svo má að orði kveða, þótt ótrúlegt
sje, að jörð sje þar gulli blandin um land allt, en
misjafnt, sem nærri má geta. 1 sjálfri borginni
San Francisco hefir jafnvel fundizt gull í leir og
sandi, er upp hefir komið, er brunnar hafa verið
grafnir; í flögugrjóti því, sem er í hæðunum um-
hverfis bæinn, og meira að segja í grjóti því, er
strætin eru steinlögð með. Vilji maður ómaka sig
á að mölva sundur tigulstein, sem þar er gerður, má
hjer um bil eiga það víst, að finna þar einnig gull.
— Borið hefir það til í þessu undra-landi, að á bletti,
sem var ekki néma 15 fet í ferhyrning, hefir fengizt
svo mikið gull, að nema mundi 175,000 kr. Dæmi
eru og þess, að fundizt hafi kleggjar af skíru gulli,
er vógu tvo fjórðunga eða freklega það ; en hálfs
fjórðungs kögglar eða fjórðungs eða hálfs annars fjórð-
ungs eru ekki mjög fágætir. — I Astralíu fannst Arið
1853 köggull af skíru gulli, er vóg 27 pund, og síðar
hafa fundizt þar 10—16 punda kögglar. Fyrir fróð-
leiks sakir skal þess getið, að í gersimasafni Bússa-
keisara í Pjetursborg er meðal annars kleggi af skíru
gulli, er vegur 72 pd og er talinn hjer um bil 125,000
kr. virði.
Gull það, er aflað er með skolunaraðferðinni, ept-
ir því sem lýst er hjer að framan, er aldrei alveg
skírt, heldur að öllum jafnaði blandað öðrum málm-
um, svo sem títanjárni, seguljárni o. s. frv. Enekki