Iðunn - 01.01.1885, Síða 39

Iðunn - 01.01.1885, Síða 39
Gull. 33 liggja lengi niðri í brennisteinssýru; en í saltpjeturs- sýru og edidikssýru rennur það fljótt í sundur til þess að gera, og er 'þó edikssýran ekki megnari en það, að hver maður er óskemmdur af, þótt hann neyti hennar daglega. Bn gullið getur legið svo ár- um skiptir niðri í hvaða sýru sem er, og er jafngott eptir sem áður; það er ekki svo mikið, að það fari af því gljáinn eða fægingin. þó ekki sje nema að lopt nái að komast að málmum, þá láta þeir flestir á sjá; gljáinn fer af og kemur ofurlítil dauf hula í staðinn; það er þunn ryðskán, en getur þykknað með tímati- um og orðið að reglulegu ryði, sem kallað er. Én gullið getur legið svo í jörðu öldurn saman fyrir á- hrifum lopts og lagar, að ekki sjái á því minnstu vitund. það er satt að segja alls einn hlutur, er gull- ið getur ekki staðizt, en það munar líka unt það sem haun gerir að verkurn ; hann hreytir gjörsamlega öllu eðli þessa hins göfuga málrns. þessi eini hlutur er »kóngavatn». það var þannig néfnt frá upphafi vega sinna, af gullgjörðarmönnum á 15. öld, af því að því varð hægðarleikur að vinna j gjörsamlega á hinu mikla goðmagni þeirrar aldar, er þeir kölluðu kon- ung allra málma og allir höfðu haldið ósigrandi þang- að til. I þessum legi rann gullið sundur eins og mjólk, og þótti það hin mesta býsn. Sá hjet Basil- fus Valentínus, er fyrstur bjó til þennan lög, eins og hann hefir allt af veriðhafður síðan og er hafður enn; eu það er úr 1 hluta af saltpjeturssýru og 3 af salt- sýru, eptir þyngd. Láti maður gullhringf slíka sýru- blöndu, sjest hringurinn hverfa von bráðar og lögur- Uin gulua ; gullið rennur sundur í honúm. Sje nú Iðunn. . II. 3

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.