Iðunn - 01.01.1885, Qupperneq 40
34
Gull.
þessi lögur eimdur, þá fer ekki eins og að framan
er sagt um blöndu úr gulli og kvikasilfri, að gullið
verði eptir á botninum, heldur kemur í þess stað gul-
leitt duft, deigt, alls annars eðlis en reglulegt gull.
Gullið er eitt af frumefnunum, en í þess stað er nú
hjer komin efnablauda af tveimur frumefnum, sem
sje klór og gulli, og er kölluð klórgull.
það er skrítið, hvernig fer, ef gullmoli og annar
moli af hvítagulli (platínu) eru látnir í »kóngavatn«
undir eins. þá rennur gullið í sundur, en hvftagullinu
sjer ekkert á. En í því bili sem síðasta gullkornið
hverfur, tekur fyrsta hvítagullskornið að renna sund-
ur, og loks hverfur allur hvítagullsmolinn, alveg eins
og gullmolinn áður.
það er kunnugra en frá þurfi að segja, að enginn
hlutur er fullkominn í heimi hjer; og svo er um gull-
ið, þótt æði-margt og mikið hafi það til síns ágætis.
þrátt fyrir sína miklu kosti hefir það einn annmarka,
sem mikið mein er að. Hann er sá, að það er svo
lint eða deigt, að slíks eru eigi dæmi um nokkurn
málm annan. Til að bæta úr þessu, og varna því,
að smíðisgripir úr gulli eða peningar slitni um of, þá
eru bræddir saman við það aðrir málmar, þeir er það
getur samlagast svo, að haldi rjettu eðli, annarhvor
eða báðir, — silfur eða eir. |>á verður það miklu
harðara og slitnar því síður, en breytir jafnframt nokk-
uð lit. Eiri blandið verður það rauðleitt, en hvítleitt
af silfrinu; en bil beggja, ef hvorttveggja er haft í því,
eir og silfur. 1 þessum samsteypum er gullið talið
í karötum og grönum; eru 24 karöt í 1 mörk gulls,
og 12 grön í hverju karati. 1 vandað gullsmíði ér
eigi haft nema 18 karata gull, þ. e. eða f af skíru