Iðunn - 01.01.1885, Blaðsíða 43
37
'Edgar Foe: Brjefstuldurinn.
sig vera sokkinn ofan í að virða fyrir sjer reykjarhring- ■
iðurnar, sem þyrluðust út í loptið í herberginu. Jeg
fyrir mitt leyti var þó að hugsa með sjálfum mjer
um atriði, sem höfðu verið umræðuefni okkar fyr
um kvöldið; jeg á við morðið í Líkhúsgötunni, og
eins um þá ráðgátu-þoku, sem hvíldi yfir æfilokum
Maríu Eoget. Mjer fannst það því meira en tóm til-
viljun, þogar barið var að dyrum hjá okkur og inn
kom gamall kunningi okkar, lierra G.—,yfirmaður
lögregluliðsins í París.
Við fögnuðum honum glaðlega, því maðurinn var
skemmtilegur, þó hann væri meira en hálffyrirlitlegur
í aðra röndina ; enda höfðum við þá ekki sjeð hann
í nokkur ár. Við höfðum setið í myrkrinu, en Dup-
in stóð nú upp til að kveikja á lampanum ; en
þó varð ekki af því, því að Dupin settist niður aptur
þegar G. sagðist vera kominn að ráðfæra sig við okkr
eða rjettara sagt leita álits vinar míns um erindi
nokkuð, er embætti hans varðaði og hafði orðið hon-
um all-torvelt.
»Ef það er eitthvað, sem íhugunar þarf«, svaraði
Dupin, og hætti við að kveikja, »þá gengur það bet-
ur í myrkrinu».
»þarna eruð þjer aptur kominn með eina yðar und-
arlegu sjervizku#, sagði lögreglustjórinn, en það var
Vandi hans að kalla allt »undarlegt«, sem gekk yfir
skilning hans, og var því í lians augum lífið fullt af
»undarlegheitum«.
»Satt er nvi það«, sagði Dupin, og rjetti tóbaks-
pípu að gesti sínum og ýtti til hans hægindastól.
»Hvaða vandi er yður á höndum?« spurði jeg; »jeg
Vona að það sje þó ekki nöitt nýtt manndráp á ferðum«.