Iðunn - 01.01.1885, Síða 44

Iðunn - 01.01.1885, Síða 44
38 Edgar Poe: »0, nei, nei, ekkert í þá átt. Satt aö segja, at- vikið er svo ógnar-einfalt i rauninni, og það er eng- inn efi á því, að okkur verður eitthvað fyrir að ráða fram úr því, lögreglumönnunum ; en svo datt mjer í hug, að Dupin kynni að hafa gaman af að heyra g,lla málavexti, af þvíþetta er svo fjarska- lega »undarlegt«. »Einfalt og undarlegt«, sagði Dupin. »Nú, jœja; og ekki beiulínis það heldur. Satt að segja höfum vjer allir verið i nokkurum vanda með að ráða fram úr þessu, af því atvikið er svo einfalt, að það eru sönn vandræði«. »Yandræðin eru ef til vill í því fólgin, hve þetta er einfalt«, sagði Dupin. »En hvaða bull getur upp úr yður komið«, sagði lögreglustjórinn og hló dátt. »Báðgátan er ef til vill dálítið o/ ljós«, sagði Dupin. »En, herra trúr, hefir nokkur heyrt slíkt«? »Dálítið o/ auðráðimi. Lögreglustjórinn veltist um af hlátri. »Nei, Du- pin, þjer gerið út af við mig á endanum«. »En hvaða mál er þetta þá, som hjer er um að ræða?«, spurði jeg. »Nú skal jeg segja ykkur það«, svaraði lögreglu- stjórinn og bljes frá sjer löngum og spekingslegum reykjarteig og hagræddi sjer til í stólnum. »Nú skal jeg segja ykkur það f fám orðum; en áðuren jeg tek til frásagna, verð jeg að vara ykkur við því, að þetta er liið mesta launungarmál, ogjeg mundi að öllum líkindum missa embættið, ef það kæmist upp, að jeg hefði trúað nokkrum manni fyrir því«. »Haldið þjer áfram«, sagði jeg.

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.