Iðunn - 01.01.1885, Side 46
40
Edgar Poe :
sem svífst einskis, hvort sem það er sæmilegt eða
ósæmilegt. Hann fór ekki síður kænlega að þvi
en djarflega að stela brjefinu. Svo stendur á, ef
jeg á að segja eins og er, að persónan, sem brjefinu
var rænd,J hafði verið stödd ein í einum sal í kon-
ungshöllinni þegar hún fjekk brjefið. En meðan hún
var að lesa það, kom inn önnur mjög tigin persóna,
sem hcnni var einkanlega hugarhaldið að leyna brjef-
inu ; en af því henni varð svo hverft við, tókst henni
ekki að koma brjefinu ofan í draghólf og varð því
að fleygja því opnu á boröið. Til allrar hamingju
sneri kveðjan á brjefinu upp, og sást því ekki á
innihaldið, svo að brjefinu var enginn gaumur gef-
inn. í sömu svipan kom inn D. sendiherra. Hann
rekur óðara augun í brjefið, þekkir hör.dina á kvcðj-
unni, tekur eptir fátinu, sem komið var á eiganda
brjefsins, og skilur undir eins, hvað um er að vera.
Hann ljezt önnum kafinn í erindagerðum og var
flýtir á honum eins og vant er; dregur hann brjéf
upp úr vasa sínum, sem var nokkuð líkt brjefi því er lá
á borðinu, opnaði það og ljet sem hann læsi það, og
lagði það síðan á borðið rjett við hliðina á hinu
brjefinu. Síðan fór hann að ræða aptur stundarkorn
um almenn málefni. jpegar hannHoksins kvaddi,
tók hann það brjefið af borðinu, sem hann átti
ekkert í. Eigandi brjefsins sá, hvað hann gerði, en
þorði, sem nærri má geta, eigi að láta á neinu bera,
því við hliðina stóð hin persónan, sem kom inn á
undan sendiherranum. Sendiherrann fer, og skilur
sitt brjef, sem var einkisvert, eptir á bórðinu.
#þarna er það einmitt komið« segir Dupin við mig,
»það sem þú segir að þurfi að vera til þess að þjóf-