Iðunn - 01.01.1885, Page 52

Iðunn - 01.01.1885, Page 52
46 Edgar Poe: mikið fyrir að hafa til þess að gera. Við skoðuðum mosann milli steinanna, og fundum, að þar var öllu óhaggað«. »þjer hafið auðvitað skoðað skjöl D., og kannað allar bækurnar í safni hans ?« »þ>að gerðum við reyndar; við opnuðum hvern böggul; við lukum ekki einungis upp hverri bók, heldur flettum við hverju blaði í hverjum bæklingi; við ljetum okkur ekki nægja að hrista bækurnar, eins og sumir lögreglumenn gera. Við mældum líka þykktina á spjöldunum á hverri bók, með hinni mestu nákvæmni, og skoðuðum þau þar á ofan vandlega í sjónauka. Er því öldungis óliugsandi, að við hefðum ekki orðið þess varir, ef eitthvað hefði verið rjálað við spjöldin nýlega. Eitthvað firnrn eða sex bindi, sem voru nýlega komin frá bók- bindaranum, voru vandlega könnuð með nálunum langsetis«. »þjer munuð hafa rannsakað gólfið undir ábreið- unum?«. »Já, það. gerðum við reyndar. Við flettum af hverri ábreiðu og skoðuðum gólf-fjalirnar með sjón- aukanum«. »Og pappírinn á veggjunum ?« — »Já«. — »Og lituð niður í kjallarana?«—»það gerðum við«. »Yður hlýtur þá«, mælti jeg, »að hafa skjátlazt, að ímynda yður að brjefið væri fólgið á heimili sendi- herrans; það getur ekki þar verið«. »Jeg er hræddur um að þjer hafið satt að mæla«, mælti lögreglustjóri. »Segið þjer mjer nú, Dupin, hvað ráðleggið þjer mjer að gera ?« »Að loita aptur rækilega heima hjá sendiherranum«.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.