Iðunn - 01.01.1885, Side 53
Brjefstuldurinn. 47
»f>að er ekki til nokkurs hlutar«, mælti lögreglu-
stjóri. »Jeg er eins viss um það oins og jeg sit
hjerna, að brjefið er ekki í höll sendiherrans«.
»Jeg get ekkert heilræði lagt yður annað«, mælti
Dupin. »þ>jer hafið sjálfsagt til nákvæma lýsingu
á brjefinu?«
»þaðhef jeg«.— Lögreglustjóri dró minnisbók upp
úr vasa sínum og las upp úr henni ýtarlega lýsingu
á brjefinu utan og innan, sjer í lagi utan. Að lít-
illi stundu liðinni kvaddi hann, og hafði jeg aldrei
sjeð hann áður með jafndöpru bragði.
Hjer um bil mánuði síðar kom hann aptur að
finna okkur, og hitti okkur við líka iðju og síðast.
Hann kveikti í pípu og settist niður, og tók að
fijala við okkur um hitt og þetta. Loks tók jeg
til máls og sagði:
«Eptir á að hyggja, herra lögreglustjóri, hvað líður
brjefinu stolna. Jeg þykist vita, að þjer munuð ekki
fiafa gefizt upp við þrjótinn, þótt slægur sje«.
»Pari hann bölvaður. Já, jeg gerði samt nýja leit,
eptir því sem Dupin lagði til; en það varð allt
arangurslaust, eins og jeg vissi».
»Hvað mikil sögðuð þjer að fundarlaunin hefðu
Verið, sem í boði voru« ? spurði Dupin.
«J>au voru rífleg, mjög rífleg. Jeg segi ekki út af
fivað mikil; enn það segi jeg, að ekki mundi jeg
horfa í að heita sjálfur fimmtíu þúsundum franka
(um 34,000 kr.) hverjum þeim manni, er gæti uáð í
^rjefið fyrir mig. Svo er mál með vexti, að það er að
Verða allt af meir og meir áríðandi dag frá degi, að
|)!"1 i það, og nýlega hafa verðlaunin fyrir það verið
1U3kkuð um heiming. En það segi jeg satt, að þó