Iðunn - 01.01.1885, Page 55

Iðunn - 01.01.1885, Page 55
Brjefstuldurinn. 49 tók þar upp skuldmiðabók, »þá gætuð þjer ritað hjerna snöggvast á skuldmiða fyrir þessu gjaldi, sem þjer tilnefnið. þegar þjer eruð búnir að undirskrifa hann, skal jeg fá yður brjefiðx. Jeg var forviða. Lögreglustjóri var gjörsamlega sem þrumu lostinn. Hann sat steinþegjandi og hreyfingarlaus litla stund, horfði vantrúaraugum framan í Dupin, og með opinn munninn og augun eitis og þau ætluðu út úr höfðinu. Síðan var eins og hann rankaði við sjer nokkuð svona, tekur penn- ann og fer að rita á skuldmiðann, en er allt af að líta upp þess á milli og blina framan í Dupin. Loksins er hann búinn og skrifar nafnið sitt undir, og rjettir miðann að Dupin yfir um borðið. það var góður og gildur skuldmiði fyrir 50,000 frönkum. Dupin lítur á og stingur miðanum í vasabók sína; fer síð- an og lýkur upp skatholsskúffu hjá sjer, tekur þar upp úr brjef og rjettir lögreglustjóra. Hann þrífur til þess hendinni, og ætlaði að verða alveg uppnum- inn af fögnuði, lýkur því upp með skjálfandi hendi, ioit í mesta skyndi á innihald þess, sprettur upp og eins og örskot út um dyrnar og af stað — hafði ekki ®eð að kveðja: mælti ekki orð frá vörum upp frá því ér Dupin bað hann að rita á skuldmiðann. þegar hann var farinn, sagði Dupin mjer upp alla 8ögu, hvernig hann hefði komizt yfir brjefið. “Parísar-lögreglumenn« mælti hann »eru mjög færir rnenn á sinn hátt. þeir eru þrautseigir, skarpir, s]oðir, og mjög leiknir í þeirri Hst, er köllun þeirra virðist útheimta yfir höfuð. þegar hann G. (lög- l'eglustjórinn) var að lýsa fyrir okkur, hvornig þeir Iðunn IX. 4

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.