Iðunn - 01.01.1885, Qupperneq 57
-Brjefstiildurinn.
51
voru miðaðar við greind þess, sem hann átti leikinn
við í það og það skipti. Við skulum hugsa okkur
dæmi. Sá sem hann á leikinn við, er heimskingi.
Hann kemur með lófana lokaða og segir : »Hægri
eða vinstri ?« — »Hægri« segir drengurinn, sem jeg
tala um, og tapar; en í næsta skipti vinnur hann
því þá segir hann við sjálfan sig : Hanu hafði hlut-
inn í vinstri hendinni í fyrra skiptið ; hann ristir nú
mátulega djúpt til þess að láta sjer koma í hug að
hafa hann í hinni hendinni næst; nú ætla jeg því
að geta hœgri aptur ; — hann gerir það og vinnur.
Eigi hann aptur við dálítið greindari strák, hugsar
hann með sjálfum sjer hjer um bil á þessa leið : Ef
jeg get hœgri fyrst og tapa, þá hugsar hann fyrst,
að ekki sje annað en skipta bara um hendur næst,
eins og hinn strákurinn gerði; en þegar hann hugsar
sig betur um, sjer hann, að það muni vera of einfalt
fyrir mig, og afræður loks að hafa hlutinn í sömu
hendinni og í fyrra skiptið. Jeg ætla því að geta
vinstri í seinna skiptið.—Hann gerir það og vinnur.
1 hverju er nú ráð drengsins fólgið, ef rjett er
rakið ?«
»það er ekkert annað« svaraði jeg, »en að hann
setur sig í spor þess, sem hann á við«.
"Rjett er það« mælti Dupin. »þ>að er að segja, að
hann eins og fer í föt hins, hvað greind hans snertir.
Og þegar jeg spurði drenginn, hvernig hann færi að
því að sétja sig svona alvcg í annars spor hvað skyn-
semi hans snertir—aunars hefði honum ekki gengið
svona vel við hvern som hann átti—, þá svarar
hann : »þcgar jeg vil komast fyrir, livað greindur
4*