Iðunn - 01.01.1885, Page 59
Brjefstuldurinn.
53
ráðkænsku til að bera heldur en þeir, og mjög opt,
þótt hún sje minni. þeir hafa enga tilbreytni í
reglunum fyrir eptirgrennslunum sínum ; þegar bezt
lætur, þegar t. d. eitthvað rekur á eptir venju fremur,
svo sem að óvénju-mikil verðlaun eru í boði, þá herða
þeir á gömlu aðferðinni eða fara þar fram jafnvel úr
öllu viti, en snerta ekki við reglunum, sem þeir eru
vanir að fara eptir. Hvað hafa þeir nú t. d. breytt
út af að því leyti til í brjefstuldarmálinu því arna ?
f>eir boruðu og stikuðu, könnuðu með sjónauka,
hlutuðu allt húsið niður í skrásetta ferhyrnings-
þumlunga o. s. frv.; en hvað var þetta allt saman
annað en ógegndarleg hagnýting þeirrar einu reglu
fyrir þjófaleit, sem er byggð á þeim hinum einu
athugunum viðvíkjandi mannlegri ráðkænsku, er lög-
reglustjórinn hefi sjálfur vanizt um sína embættis-
tíð ? Sjerðu ekki, að liann hefir gert ráð fyrir því
eins og sjálfsögðum hlut, að allir menn hefðu sama
ráðið til að fela sendibrjef, ekki kannske raunar að
bora holu í rúmstuðul og hvergi annarstaðar, en þó
að minnsta kosti að hafa til þess einhverja holu
eða horn á afviknum stað, er þjófnum hugkvæmist
eptir sama hugsunarferli og þeim, er leiðir mann
á að fela sendibrjef í nafar-rauf í rúmstuðli ? Og
sjerðu ekki líka, að þess konar uppleitaðar og til-
búnar smugur til að fela í hluti eiga ekki við nema
við algeng tækifæri, og mundu ekki notaðar af
öðrum en svona meðalgreindum mönnum eða varla
það; því að hjer um bil í hvert skipti sem þýfi er
falið, má undir eins gera ráð fyrir og er líka undir eins
gert ráð fyrir, að því muni hafa verið komið fyrir
einhverjum stað, sem er svona sjerstaklega til