Iðunn - 01.01.1885, Blaðsíða 62
66
Edgar Poe :
Tölvísi er fróðleikur um lögun hluta og fyrirferð. |>að
sem er sannleikur í þeirri vísindagrein, er margopt tóm
vitleysa í öðrum fræðum. I andlegum fræðum t. a. m.
er það þrásækilega o'-satt, að allir partarnir saman-
lagðir sjeu jafnir heildinni. I efnafræði slíkt hið
sama. það eru mörg önnur tölfræðisleg sannindi,
sem eru ekki sannindi nema innan þeirra takmarka,
er tölvísin nær til. En tölfræðingar álykta, af vana,
eptirþessum tahnörkuðu sannindum, rjett einsogþau
væru takmarkalaus eða algild, ættu alstaðar við,—
og það ímynda aðrir sjer líka. Jeg hefi í stuttu
máli aldrei hitt fyrir neinn þann tölfræðing hingað
til, hafi hann bara verið tölfræðingur og ekki annað,
að hann hafi ekki með sjálfum sjér trúað á það eins og
hcilagan sannleika, að x2 + px væri hvar sem stæði
og skilmálalaust = q. Beyndu einhvern tíma að
gamni þínu að koma upp með það við einhvern
slíkan garp, að þú haldir að það geti þó staðið svo
á, að x2 + px sje ekki alveg sama sem q, og gerðu
honum svo skiljanlegt, hvað þú átt við; jeg segi
þjer satt, að það er varlegra fyrir þig að hafa þig
á kreik sem skjótast, því hann mun eiga bágt meö
að stilla sig um að berja þig«.
Jeg gerði ekki nema hló að þessum síðustu at-
hugasemdum.
Dupin hjelt áfram og mælti: »J?að sem jeg vildi
sagt hafa, er það, að hefði sendiherrann ekki verið
neitt annað en góður reikningsmaður eða tölfræðing-
ur, þá hefði lögreglustjórinn aldrei þurft að fá mjer
skuldmiðann þann arna. En jeg þokkti hann og
vissi, að hann var bæði tölfræðingur og skáld, og
eptir því hagaði jeg ráðum mínum, og hafði jafn-