Iðunn - 01.01.1885, Page 63

Iðunn - 01.01.1885, Page 63
Brjefstuldurinn. 57 framt hliðsjón af ýmsum öðrum kringumstæðum honum viðvíkjandi. Jeg vissi þar að auki, að hann var útfarinn hirðmaður, og hinu mesti bragðarefur. |>að er auðvitað mál, hugsaði jeg með mjer, að slík- ur maður muni fara harla nærri um það, hvernig lögreglumenn eru vanir að fara að, þegar þéir leita þjófaleit. Hann hlaut að sjá það fyrir t. a. m., að sjer mundi gerð fyrirsát og leitað á sjer; og reynsl- an sýndi, að hann fór ókki villur vegar. Ilann hlýt- ur líka að hafa sjeð fyrir, hugsaði jeg með mjer, að það mundi verða gerð þjófaleit á héimili sínu á laun. Jeg sá það, að þetta, að hann var svona opt heim- an að frá sjer um nætur, var ekki annað en gildra, þó að lögreglustjóranum þætti það einstakt happ,— refarnir til þess skornir, að lögreglumennirnir hefðu bezta tækifæri og fullkomið næði til að leita af sjer allan grun, til þess að G. kæmist þvl frernur á þá trú, að brjefið væri ekki á hans heimili, enda komst líka lögreglustjórinn á þá trú á endanum. Jeg fann líka með sjálfum mjer, að allur sá hugsunarferill, sem jeg var að bera mig að rekja fyrir þjer áðan, um það, hvað lögreglumenn eru vanir að hafa að stöð- ugri reglu í hverri þjófaleit—, jeg fann, að það mundi honum allt saman koma í hug líka, sendiherranum. Jeg sá, að þá mundi honum ekki detta í hug að láta sjer lynda neina þess konar leynismugu eða holu, sem algengt er að hafa til að fela í. Hann er ekki svo einfaldur, hugsaði jeg, að hann hafi ekki sjeð undir eins, að hið vandfundnasta fylgsni og afkymi í höllinni mundi jafn-opinn og öndverður fyrir augum lögreglustjórans, nálstikum hans, nöfrum og sjón- uukum, eins og algengustu hirzlur. Jeg sá í einu

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.