Iðunn - 01.01.1885, Síða 64

Iðunn - 01.01.1885, Síða 64
58 Edgar Poe: orði, að hann hlaut að hafa verið til neyddur á end- anurn að hafa sem al\m-einfaldasta aðferð til að leyna brjefinu, þó svo væri að honum hefði ekki hugkvæmzt það þegar í stað og kosið þá aðferð þá undir eins framar öllu öðru. jpú manst, hvað hann hló dátt, lögreglustjórinn, í fyrra skiptið sem hann kom, þegar jeg kom upp með það, að vel gæti verið að þessi ráðgáta vefðist svona fyrir honum einmitt af því, að hún væri svo auðráðin«. »Jú, jeg man vel, hvað honum var skemmt. Jeg hjelt hann ætlaði að rifna í hlátrin. Dupin hjelt áfram og mælti: «Höfirðu nokkurn tíma tekið eptir, hvaða auglýsingum utan á húsum t. a. m. er helzt veitt eptirtekt ?» «Jeg hefi aldrei hugleitt það». «það er til leikur, dægradvöl, sem er hafður til landsuppdráttur, holzt sem þjettast letraður og rugl- ingslegast, og er í því fólginn, að sá sem verður fyrstur til að finna eitthvert tiltekið orð á upp- drættinum, hann hefir unnið-. Yiðvaningar gera sjer far um að velja úr allra-smærstu nöfnin til að láta hina finna; en þeir sem leiknari eru, hafa annað ráð: þeir taka allra-stærstu nöfnin, þau sem ná upp- dráttinn af enda og á, með gríðarstórum stöfum. f>að fer eins hjer og þegar hafðir eru mannhæðar- stafir eða meir í auglýsingum og ávísunarmerkjum á húsum; þeim er ekki veitt eptirtekt einmitt af því að stafirnir eru svo stórir og verða því eins og of nánir nófi manns. Eins og manni getur þannig sjezt yfir líkamlega einmitt það helzt, er liggur í augumuppi, í orðsins fyllstu mérkingu, á sama hátt getur manni skotizt yfir í huganum eimnitt það, sem i

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.