Iðunn - 01.01.1885, Side 68
62
Bdgar Poe:
og lenti undir eins aptur í sömu stælunni við sendi-
herrann og daginn fyrir, og var hann hinn ákafasti.
En þegar talið stóð sem hæst, heyrðist skot út á
götunni rjett fyrir neðan gluggana hjá sendiherran-
um, og rjett á eptir ógurleg hljóð og óp í skelkaðri
mannþyrpingu. D. spratt upp og lauk upp glugga
og leit út. A meðan skauzt jeg að brjefa-uglunni,
tók brjefið og stakk því á mig, og ljet annað eins
útlítandi í hólfið í staðinn, sem jeg hafði búið til
heima hjá mjér.
Uppþotið út á götunni var að kenna manni, sem
jeg hafði keypt til þess. Hann skaut úr byssu inn-
an um hóp af kvennfólki og börnum. En þegar það
reyndist, að engin kúla hafði verið í byssunni, var
manninum sleppt; var haldið að hann hefði verið
annaðhvort fullur eða brjálaður. þegar hann var
farinn, kom D. aptur frá glugganum; hafði jegfar-
ið til hans þangað undir eins og jeg var búinn að
ná í brjefið. Að lítilli stundu liðinni kvaddi jeg
hann og fór«.
»En hvað gerðirðu með að vera að láta annað brjef
í hólfið í staðinn ?« spurði jeg. »Hefði ekki verið
einfaldara að taka brjefið blátt áfram að honum á-
sjáanda, í fyrra skiptið sem þú komst, og hlaupa með
það ?«
«D. er maður ókvalráður og harðfengur»—anzaði
Dupin. «|>ar að auki eru þjónar hans sumir hon-
um og hans málstað svo hollir og dyggvir, að jeg
tel óvíst að jeg hefði kornizt lifandi út úr höllinni,
ef jeg hefði hætt á það dirfskuráð. Ilefðu þá Par-
ísarbúar aldrei heyrt mín getið framar. jpú vcizt
hvoru megin jeg er í stjórnarskoðunum. Jeg gérði