Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 8
Jónas Jónasson:
y
vœri hægt að halda veizlu fyrir 80 manns — því
síðr fyrir 180 —, enn það hafði engutn komið til
hugar fyrri enn allr söfnuðrinn var kominn þangað;
þá sást það fyrst á, hvílík drottins velgerð það var
við alla, bæði brúðhjón og gesti, að það var ekki
húðarrigning eða froststormr utn kvöldið.
þad héldu sig fiestir úti.
Kaffið og hrennivínið var farið að svffa á karl-
menninfv þó ekki til stórmuna nema á einstöku
mann, einstöku aldraðan bónda í sveitinni, sem
hafði alizt upp á þeim duggarabandsárum, er eng-
inn þótti maðr með mönnum, nema hann tæki sér
duglega neðan í því.
Púnsið var orðið heitt, og prestrinn búinn að
mæla langa og hjartnæma tölu fyrir hrúðhjónaboll-
anum ; glösuin var hringt, og forsöngvarinn hóf upp
brúðhjónakvæði, sem einn af skáldum sveitarinnar
hafði ort; var gerðr að því enn bezti rómr.
Klukkan var orðin um 9.
Landslagi var svo farið á . . . . strönd, þar som
Skarð var, að allr aflíðandi lands horfði til vestr-
■ áttar. Uijdirlendi var breitt og hallaði hægt og
mjúklega frá fjallsrótum til sjávar. Ýmist voru
móar eða mýrarsund um undirlendið, nema ofan-
undan bænum í Skarði; þar var nes eitt niðrund-
an slétt og mikið, og náði það nokkuð fram í sjó-
inu ; svo var það lágt að framan, að yfir það féll
f stórstraumsfióðum. Túnið á Skarði var allmikið,
og rúmr helmingrinn rennislétt, enn hitt hraun-
þýft; þar hafði til skamms tíma verið tvíbýli, og
annar bóndinn sléttað sinn hluta allan, enn hinn
aldrei látið sér verða að hreyfa við einni þúfu.