Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 147
141
í tunglsljósi.
hægfara, laðandi stjörnu, sem er skáldlegri en sólin
sjálf, rjúfa myrkrið með rólegum bjarma, sem er
eius og liann væri ákvarðaður til að bera birtu
yfir sálarhræringum og tilfinningum, sem eru allt
of viðkvæmar, allt of leyndardómsfullar fyrir liina
sterku dagsbirtu ? Iivers vegna hvíldist ekki sá
söngfugl, sem fegurst syngur allra? hvers vegna tók
hann til að kvaka út úr myrkrinu, sem annars gat
vakið ótta?
Hvers vegna var þessari liálfblæju varpað út yfir
lieiminn, hvers vegna var þessi titrau 1 hjartanu,
þessi kl'ökkvi í sálinni, þessi holdsins þrá?
Til hvers voru allar þessar laðandi unaðsemdir,
sem mennirnir sáu ekki, fyrst þeir sváfu ? Hverjum
var liún ætluð, þessi háleita sjón ? fyrir hvern var
þessari guægðarfylling af skáldskap varpað niður á
jörðina ?
Presturiun skildi það ekki.
En niður frá, niðri á sljettunni, í ljósþokunni
undir limi trjánna, sá hann koma fram karl-
mann og kvenmnann, sem gengu hvort við annars
hlið.
Karlmaðurinn, sem var hærri, hjelt um hálsinn
á unnustu sinni, og kyssti hana við og við áennið.
Við þau kom allt í einu líf í hið þögula landsvið,
sem lukti um þau eins og það væri umgjörð, til
búin þeirra vegna. þau sýndust bæði eins og ein
vera, sem þessi rólega, þögula nótt væri ákvörðuð
fyrir, og þau stefndu beint til prestsins, eins og
hfaudi svar, það svar, sem hans guð gaf upp á
spurningu hans.
Hann stóð kyr, ringlaður, með hjartslætti, og