Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 11
Frelsisherinn.
o
l'óm að máli hans, því að þeir gengu óðara með
honum suðr fyrir bæ.
Sunnan undir hænum var sáðgarðr mikill ; stóðu
Veggirnir í kring um hann nokkurn veginn, enn allr
var hann orðinn grasi gróinn ; það hafði enginn hirt
um hann um langan tíma.
Garðrinn var rennisléttr, og hallaði hvergi út;
meðfram veggjunum í kring stóðu þóttir og trénaðir
njólaleggir, og löfðu utan á þeim rauð og skorpnuð
njólablöðin.
Ef nokkurstaðar var álitlegt að skemta sér, þá
var það þarna.
Hallr gekk nú til skála; þar var svo heitt og
þungt loft, að nálega var kæfandi fyrir þá, er að
utan komu.
Hallr bar þar fram þá tillögu, hvort mönnum
þætti eigi ráðlegt, að færa drykkjusalinn út undir
bert loft; það væri hvorttveggja, að liér væri ill-
verandi fyrir hita sakir, enda kæmist hér ekki
nema svo sem tíundi partriun að brunninum af þeim,
sem það væri ætlað.
Elestir þeir, sem inni voru, gerðu góðan róm að
þessari tillögu ; menn voru til fengnir, og hrip og
anuað þvílíkt var fært út í garðinn, og raðað of-
an á nokkurum málsborðum, sem voru þar í bæjar-
sundinu.
Nú var borið út þangað það sem til þurfti.
Glös og skálar stóðu í röðum á borðunum, og
aumingjarnir, sem lengst liöfðu orðið að stauda
úti, flyktust að eins og lömb á garða, þegar þau
eiga von á gjafamanninum með hneppið fram í
garðann.