Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 46
40
Jónas Jónasson:
enn hcimta, að stjórnin að eius haldi stjómarskrána
og brjóti hana ekki, brjóti ekki almennar réttinda-
reglur, sem eiga œtíð að gilda milli þjóða og manna,
og berji ekki höfðinu við steininn gegn því, sem
sanngjarnar kröfur heimta — eða þá fara miklu
lengra, einkanlega í því, að ákvarða konungi að
eins frestandi neitunarvald. Svo vil eg enga kon-
ungkjörna þingmenn hafa, því að þeir misskilja
stöðu sína, og eru ekki landi sínu það, sem þeim
var í fyrstu ætlað að vera.
»Já, þetta er nú nokkurn veginn mín skoðun».
»Annað vildi nú verða á dögunum, þegar þið vild-
uð kenna Dönum um alt ilt, og jafnvel að íslend-
ingar drepa iir lior eða rækta illa túnin».
»Ja — fyrst er frelsið — og svo framfarirnar —;
skoðum Norðmenn, þeir fóru ekki að verða menn
fyrri enn......»
»Stóð líkt á fyrir þeim 1814 og okkur nú ?»
»Ja—nokkuð líkt;—enn þá Ameríkumenn?».
»Okkur verðr nú aldrei þeirra stjórn að fyrir-
mynd fyrst um sinn— það er of mikið sitt liáttað
hvorun.
»Enn þeir hafa frelsið, sem okkur langar svo eftir,
og sem er nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að við
komumst á sanna leið framfaranna. það hafa Danir
alt af hamlað okkur með ; þeir kúga okkur undir
vondri verzlun, sjá um að við fáum sem minst
fyrir saltfiskinn, og svona er það alt samanu.
»J>essu er nauðsynlegt að ráða bót á, og vonandi
að þing og stjórn gcri sitt til að lagfæra það.
Enn til þess að bæta verzlunina, þarf enga stjórn-