Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 103
Heilsufræðin fyr á timum. 97
páfi hinn 6. umferð þessara svipubræðra, að við-
lagðri bannsekt.
Hræðsla manna við dauðann kveikti upp aðra
vitleysu, sem var enn affaraverri, og það var sá
grunur, að drepsóttin væri svo til komin, að illir
roenn vildu birla öðrum eitur. Mönnum hug-
kvæmdist það, að ólyfjan hefði veriö borin í vatns-
Hilin, og má vera, að menn þá þegar hafi rennt
einhvern óljósan gruu í það, hvað neyzluvatnið
getur átt mikinn þátt í því, að útbreiða næm sótt-
arefni. A þeim öldum, þar sem trúarofsi var svo
ríkur og almennur, þótti mönnum engin hvöt lík-
legri til slíkrar óhæfu, en trúarbragðahatur hjá
þeim, sem voru annarar trúar. Voru því Gyðing-
ar hafðir fyrir sökum. Og á þeim ljetu menn
konia niður hefndirnar. I Bern og Freiburg voru
nokkrir Gyðingar liafðir fyrir sökum; voru þeir
teknir og píndir til sagna, og játuðu sig selca;
þótti mönnum þá ekki framar þurfa vitna við. I
Basel trylltist skríllinn, og hneppti alla Gyðinga í
hóp inn í stórt trjebúr, og var það fært á bál og
brennt með öllu saman. Aþekkar atfarir voru í
borgunum þar f grennd niður með Rín, og eins í
Strassborg. 1 Meginzuborg voru 12000 Gyðingar
kvaldir til dauðs. Árið 1349 loguðu víðsvegar um
þýzkaland, Frakkland og Ítalíu bálin, þar sem
Gyðingar voru brenndir; það var ekki farið í neina
launkofa með það, og enginn reyndi til að sporna
við því.
það er til skjal eitt frá þeirri öld, sem er lær-
dómsrlkara um þetta efni, en langar frásagnir.
Iðunn. VI. 7