Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 49
Frelsisherinn.
43
vakanda auga á stjórnardeilu vorri við Dani, og
það má hamingjan vita, hvað þessi þjóð á langt
©ftir ólifað sem ríki; hver ætli viti, hvað langt
Verðr þangað til að Damnörk verðr að lúta forlög-
um Póllands, eða einhverju svipuðu?-----enn livað
heldrðu verði þá um okkur, kunningi ?»
»Við þurfum að vera búnir að ná frelsi voru þá».
»Gerir ekkert til; ef Danir að eins eigna sér þá
nafnvald yfir liólmanum okkar, þá verðr það nóg
til þess að allir þykjast eiga rótt á honum til þess
að gera okkur að ábatasömu fiskiveri, og þá skulutn
við ekki gera of rnikið úr þeim róttindum, sein við
höfum, og því síðr þeim, sem Frelsisherinn ætlar
sér að ná í; að fráteknu ýmsu smávegis, sem þarf
að laga, gæti okkur ekki liðið betr undir neinni þjóð,
heldr enn Dönum nu, ef við dræpum okkur ekki sjálfir
á eyðslu og vondunt ásetningi. Einir getum við
aldrei bjargazt, meðan öll vor mentun er eintómt
kák, útlend léreft og kaífidrykkjur, ekki fyrri enn
vér verðum rnenn og kunnum að meta frelsi það,
sem vér höfum, og biðja um eða heimta meira, og
sjáum þá rétt hvað við þurfum. J>að sæist bezt
á, hvað við værum færir að taka við því nú, ef
okkur væri alveg slept. Seinast, þegar 'losuð voru
um okkur böndin, átti alt að endrbæta, og þá var
byrjað á því, að keyra embættismannalaunin fram
úr hófi ; það gekk vel, og fekk framgang, því að
það var lag, blásið á pípu stjórnarinnar ; enn svo —
þegar fleira átti að laga, þá fór að fara út um þúf-
ur; svona færi það aftr fyrst, meðan vér erum
svona illa mentaðir, og hverju værum vér svo
uær ?»