Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 65
Frelsisherinn.
59
kom á. jpað var koldimt af nótt, og svartaþoka í
lofti og niðr að láglendi, enn þokulaust með firð-
inum; ofanhríð var lítil, enn þóttr skafrenningr,
°g dimmleitt til láglendis að sjá. Sjór var ýgldr
og ljótr, og boðaði verra veðr, þegar kæmi fram á
Uóttina.
þeir höfðu ekkert annað enn vindstöðuna að
átta sig eftir; þegar þeir voru konmir góðan kipp
frá landi, sást ekkert annað enn grásvart öldu-
fallið í kring um þá, og myrkrið og fjúkdimman í
kring.
Gísli sat við stýrið, og stýrði meistaralega af
sér öldurnar; það var eins og hann væri gæddr
kattaraugum; hann varðist svo vel ágjöfinni, að
Hallr þurfti ekki að taka til austrtrogsins nema
þrisvar á leiðinni.
Loksins fór að bregða fyrir ljósi í austri. það
sást ekki nema einstöku sinnum, og sást sitt í
hverjum stað í einu. Svo fór það að verða tíðara.
Loksins grylti til strandar; það sáu þeir á því,
að hvítleitari rönd sást niðr við sjóinn enn ofar.
þeir áttu að eins stuttan kipp að landi. þá
herti alt í einu veðrið; það gaus upp rjúkandi
hvassviðri, myrkr og fannkoma, svo að ekkert sá ;
sjávarlöðrið ólmaðist um bátinn, og hálffylti hann
svo að segja í svip.
Seglum varð ekki svift eða breytt ; þau stóðu
oins og samfeldar þiljur, og öll bönd og hnútar voru
hörð og rend pins og gler.
Enn þetta stóð ekki lengi. Aðr enn þá varði,
8igldu þeir upp á þurra fjöru, og þar slengdi bátn-
Uffl flöturn ofan við flæðarmálið.