Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 93
87
Heilsufræðin fyr á tímum.
Meira að segja : eitt af tíu lagaboðorðunum er
verulega mikilsvert fyrir lieilsuna, og er það 3.
boðorðið : um 7. daginn sem hvíldardag. Menn
kannast nvi almennt við það, að það sje einkar hollt
íyrir heilsuna, að hafa hvíldardaga með vissu milli-
Idli, og því hafa menn eigi viljað sleppa hvfldar-
deginum.
I fornöld ljetu Grikkir sjer mjög um það annt,
að uppeldið væri svo, að líkaminn yrði hraustur og
Vel á sig kominn ; reyndar kann að ínega segja
það Aþenuborgarmönnum til lofs, að þeir ljetu sjer
þó enn meira um hugað andlegan þroska og á-
gasti.
I. Spörtu bönnuðu lög Lýkúrgs allt óhóf í mat
°g drykk. Allir, jafnt auðugir og snauðir, voru
sbyldir að vera í mötuneyti ; var þar mest haft til
oiatar mjölmeti og aldini, og svört súpa búin til
úr blóði og svínakjöti, krydduð ediki og salti. Allir
spartverskir sveinar voru vandir við glímur, skeið
°g skilmingar, til þess að styrkja lfkámann og gjöra
hann liðugan. Við sömu íþróttirnar voru spart-
Versku stúlkurnar vandar ; því það þótti varða ríkið
mestu, að þær á síðan gæti alið hraust og heilsu-
góð börn. Jpað er og í frásögu fært, að einmitt fyrir
iðkun þessara íþrótta jókst spartverska kvennfólk-
inu hugrekki, og það fann betur til sín, enda fylgJi
það því, að það bar sig forkunnar vel. Einu sinn
sagði kona frá Aþenuborg við spartverska konu :
”það er hvergi nerna í Spörtu, að konur drottna
yfir karlmönnum». lln spartverska konan svaraði:
“í>að er af því, að vór einar kvenna ölum karl-
uienn».