Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 156
160 . Edv. Egeberg :
»Pyrirgefið þjer», sagði hann, »jeg var víst hálfsofn-
aður. Jeg hef géngið langt í (lag og svo lýist
maður. það er afbragðs-fiðla, sem þjer eigið þarna;
jeg var svo cljarfur að reyna hana að gamni mínu,
meðan þjer voru frammin.
»En leikarinn», sagði jeg, »var þó margfalt betri
en hljóðfærið; það heyrði jeg». Hann brosti góð-
látlega. »Jn, jeg hef leikið vel á fiðlu; en það er
nú úti sú tíðin. Nú snerti jeg nærri því aldrei á
hljóðfæri, nema á einstöku stað, þar sem jeg reksí
á þau í húsum, þar sem jeg gisti. Jeg hef enga
fiðlu sjálfur ■— ja, það er að segja, jeg á reyndar
vandaða ítalska fiðlu heima, en mjer þykir hún of
góð til þess, að drasla henni með mjer í þessuin
ferðalögum».
»Hafið þjer aldrei reynt að komast inn í ein-
hvern söngflokkinn í höfuðstaðnum ? Með yðar
kunnáttu gætuð þjer víst fengið þar vel launaða
stöðu».
»Jú. Jeg var einu sinni í söngflokknum við kon-
unglega leikhúsið, en — —», og svo sagði hann
langa raunarollu af því, hvernig hann hefði verið
flæmdur þaðan af öfund, illgirni og smásálarskap
meðbræðra sinna; og eins hafði gengið víðar annar-
staðar. Svo hafði hann ferðazt um og haldið
samsöngva, en svo hafði það líka farið út ura
þúfur.
»Nei, herra minn», sagði liann ; »það dugar ekki
að tala um það; jeg hef líka langt um frjálsari stöðu,
eins og jeg er núna».
Nú var maturinn borjnn inn. Hanu borðaði lít-
ið, en drakk því meir. Jeg hafði nefnilega gleymt