Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 17
Frelsisherinn.
11
uð í barnaskóla ; og svo ætti að semja bók, sem
ætti að læra þar, svo sem í staðinn fyrir barna-
lærdóm ; þar ætti að vera fræðin, og ofboðsstutt
ágrip af biffíusögum, og svo ágrip af náttúrufræði,
búfræði, stjórnfræði og svona því helzta, sem
mentuðum manni væri nauðsynlegt að vita; þar
ætti og að læra ensku, enn dönsku held eg sé ó-
þarft að læra; vér græðum ekkert á henni, eða
viðskiftum við þá. Enskan er aftr bráðnauðsyn-
leg; bæði er nú það, að við sækjum alla vora beztu
verzlun til Englendinga, og svo getr vel skeð, ef
stjórnin vill aldrei láta undan að kúga oss, að vér
annaðhvort leitum undir vernd Engleudinga, eða
neyðumst til að hrekjast til Amerfku. jpetta ætla
eg að biðja menn að athuga svo vel sem unnt er,
til þess að menn geti orðið viðbúnari til þess að
taka á móti þeim ráðum, sem mjer hugsast til að
hjálpa við frelsi voru.
Með þotta fór hann ofan af hjólbörunum.
i því bili var komið að innan úr bænum með
stórar skálar með heitu vatni og annað, er til púns-
gerðar þurfti, og leið nú ekki á löngu áðr ennmenn
voru seztir að þeirri krás, og töluðu hver í kapp
við annan um ræðu Halls.
Einar gamli hreppstjóri á Moldastöðum, auðug-
asti maðr þar í sveit, var tekinn að gerast þægi-
lega kendr, og það jafnvel heldr um of, er nú var
kornið; hann hafði setið við ronnnHösku í garðin-
nm, meðan HaUr þuldi tölu sína; enn er hann var
húinn, varð honum að orði ;
»Heyr á endemi!, eg skal reyna að lækka rost-
ann í helvítinu!», svo gekk hann fram að borðinu, og