Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 136
130 August Strinclberg:
hún og giptar, köstuðu okki kveðju á liana, af því
að hún hafði slitið hjúskapnum ; og þó hafði ein
þeirra verið manni sínum ótrú, en hún þóttist
samt of góð til þess að taka í hendina á frú Mar-
grjeti. En hvað er um það að tala ! Aþeimtím-
um var ekki verri glæpur til en sá, að slíta hjú-
skap; en hamingjunni sje lof, að nú eru menn
þó komnir á aðra skoðun um það efni. Eins og
jeg sagði, þá fór hún að finna fógetann, og ætlaði
að leita ráða hjá honum, eins og áður, meðan hún
átti í þessu basli. Jeg held ekki, að hún hafi
elskað hann ; en hún ímyndaði sjer það, af því
að hún hjclt að hún væri búin að missa hinn ;
en ein gat hún ekki lifað. En fógetinn var ekki
við eina fjölina felldur, og honum hefði h'klega
tekizt að leiða frú Margrjeti afvega, hefði hann
kunnað á henni tökin og haft nokkra eptirgangs-
muni sjálfur. En hann hugsaði sem svo, að hún
gengi aldrei úr greipum sjer, og því beið hann.
En hann var líka mjög lijegómlegur, og Jijelt að
öllu kvennfólki litizt á sig. þegar hann frjetti
það nú, að frú Margrjet ætlaði að koma til sín,
þá stje hann í vagn sinn og ók á burt. þegar
hann kom hoim aptur og þau lieilsuðust, þá grun-
aði hana ekkert; því að hún reiddi sig á vináttu
hans og hollustu. Hún fór að tala um basl sitt
og armæðu, en hann um ást sína; hún gegndi því
engu. Iteyndar vissi hún, að hún var engum háð,
en endurminningin tók fram fyrir hendur henni,
og svo eimdi líklega optir af fyrri ást hennar.
Honum óx hugur, og hann þrábað hana að taka
ást sinni. Hún sneri þá bakinu við honum; en nú