Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 68
62
Jónas Jónasson:
þeirra ; möstrin á því næði langt upp fyrir Akra-
fjall.
Henni var svo gefið inn af meðulunum, og var
ekki við það komandi, að nokkur mætti géfahenni
þau, nema Yestrferða-Grímr.
Enn alt í einu þekti hún, að það var Hallr.
— það má svo sem geta því nærri, að Hallr var
þar um nóttina.
Deginum eftir var Herdís við sama.
Enn í óráðinu hafði hún tekið það í sig, að eng-
inn mátti vaka yfir henni nema Hallr.
það má geta því nærri, að hann var tilleiðanlegr;
hann sat óþreytandi við rúm hennar, nótt og dag
í heila viku, og mátti heita svo, að hann festi aldrei
blund allan þann tíma. Hann sat alt af á stól
nálægt höfðalagi hennar, og hafði vakanda auga á
hverri hreyfingu, hverjum kipp, sem hljóp um taug-
ar hennar, var furðanlega liðugr að fallast á allar
þær vitléysur, sem hún fann upp á í óráðinu, og
hafði alt af ráð á, að sefa höfuðóra hennar með
einhverju, þegar fram úr hófi vildi keyra. Enn þá
lærði hann að biðja guð.
Honum fanst Herdís vera líf sitt ; þegar menn
ætluðu að hún ætti sem stytzt eftir, þá fanst hon-
um lífið fjara úr hjarta sínu. Iíann sá þar veik-
leika mannanna í stríðinu við dauðann í sinni aum-
tistu mynd. Og í einhverju örvæntingarráðaleysi
fór hann að biðja guð — heitt — af hjarta — með
tárum ! !
Enn eina nótt— að þessari viku liðinni, vaknaði
hún upp úr löngum svefni; þá var hún með fullu
ráði.