Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 57
Frelsisherinn.
51
Mannt0trið vildi fara að tala um frelsi og fram-
farir ; það var auðheyrt á honum, að hanu var einn
af liðsmönnunum. Hann var upp með sór af því,
eins og von var til.
Enn Hallr anzaði honum annaðhvort engu eða
þá úti á þekju, svo að haun varð loks að hætta.
Hallr gekk þegjandi um gólf með hendrnar fyrir
aftan bakið, og krepti saman varirnar.
Hann var annars hugar. Frelsi, stjórnarbarátta,
Frelsisherinn og alt hvarf í einu vetfangi, og það
var eins og ekkert hefði nim í lijarta lians nema
þetta :
»Herdís liggr fyrir dauðanum, sú eina, sem eg
elska».
Hann svaf svo sem ekkert um nóttina. Allr sá
hetjuskapr, sem ætlaði að hefja herskjöld móti aftr-
lialdi og kúguu, varð að reyk, og sameinaðist í
þessari einu kvíðandi spurningu :
»Skyldi hún ætla að deyja"»
Hið mannlega, hjartað, vann sigr.
Oðara enn birti af degi, var hann kominn á fætr
og klæddr hlýjum vetrarfötum. Hann lagði sem
skjótast á hest sinn og reið af stað.
það var norðan-kalsaveðr, þokan ofan 'í mið fjöll,
og skafrenningr, enn eigi snjókoma að mun. Frost
var allmikið.
Hann reið dembing, og enda harðara þar sem
berangr var; hann kom hvergi við nema snöggvast
í Skarði. f>ar frótti hann, að þorbjörg hefði verið
sótt út að Moldastöðum í gær.
Enn á leiðinni vaktist margt upp fyrir honum;
4*