Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 100
94
Axel Ulrik :
Hann dró sig ut úr inannlegu fjelagi, og fór út í
eyðimörku til þess að lifa þar við harðrjetti, hœtt-
urn horfinn. Að hans dærni hófst einsetumanna-
líf; nieðal þeirra voru sumir, er kallaðir voru
»stylitæ»; þeir ljetu fyrirberast á hám súlum ; síð-
an voru stofnaðar munkareglur, er langa stund
rjeðu miklu um menntunarástand þjóða. þ>að þótti
vottur um heilagleika, að hirða alls ekkert um
hreinlæti. þá var nú ekki mikið haft við að lauga
sig; það þótti guðhræðsluvottur, að vera sem skít-
ugastur og morandi í lúsum. Híerónymus prestur
hinn helgi lofar egypzkan einsetumann fyrir það,
að hann greiddi sjer aldrei nema á páskunum, og
ljet fötin drafna í sundur á skrokknum á sjer.
Nú tóku næmir sjúkdómar að geysa um norður-
álfu heims meira en menn vissu nokkur dæmi til
fyrr. Líkþrá var mjög algeng, og þóttust menn
vita, að hún væri næmur sjúkdómur. Voru lík-
þráir menn látnir búa í húsum út af fyrir síg, og
vörður hafður á þeim ; voru hús þau kölluð »hospi-
talia», en hjer á landi afbakað í spítala. Stund-
um sáu menn þessa líkþráu aumingja fara um
landið með sárum og kaunum ; maður, sem settur
var þeim til gæzlu, fór þá með þeim með hrossa-
brest í bendi til þess að gera mönnum aðvart, er
fram hjá færi, að eigi kæmi þeir of nærri þeim.
Kýlasóttin fór yfir sem landfarsótt, og liðu jafn-
aðarlegast fáein ár á milli; en hve nær sem hún
gekk, hrundi niður fólkið. Stundum stóð hiin yfir
árum saman, eins og drepsóttin, sem gekk á árum
Jústinians keisara ; hún stóð í 49 ár (531—589).
En verri en allar drepsóttir, er áður höfðu gengið,