Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 143
í tungls-ljösi. 137
liratt sem hann mátti, eins og hann hefði umflúið-
hættu.
Hann átti sjer systurdóttur, sem átti heima á-
samt móður sinni í litlu húsi rjett hjá honum.
Iíana vildi hann fyrir hvern mun láta verða
nunnu.
Hún var lagleg, hláturmild og kát. jpegar prest-
urinn var að telja um fyrir henni, hló hún, og
þegar hann reiddist við liana, þá hljóp hún upp
um hálsinn á honum og þrýsti honum fast upp að
sjer, en hann hafði sig ósjálfi'átt allan við að losa
sig úr þessum faðmlögum, sem þó veitti honum milda
gleði, vakti hjá honum þá föðurást, sem blundar í
hverjum karlmanni.
Opt talaði hann við hana um guð, sinn guð,
þegar hann var úti með henni á gangi. Hún
lilustaði ekki eptir meira en í meðallagi, eu horfði
á himininn, grasið og blómin, með fögnuði yfir
því að lifa, sem speglaðist í augum hennar. Við-
og við hljóp hún frá honum, til þess að elta uppi
eitthvert skorkvikindið, og þegar hún svo kom
aptur með það, hafði hún til að segja : »Nei, líttu
á, frændi, livað það er fallegt; mig langar að lcyssa
það»; og þessi löngun til að kyssa flugurnar og blóm-
knappana gerði prestinn órólegan og illan í skapi,
því á henni fann hann enn þessa óupprætanlegu
ástblíðu, sem jafnan þróast í kvennhjartanu.
Og svo bar það við einn dag, að kona kirkju-
varðarins, sem þjóuaði presti, sagði honum með
mikilli varkárni, að systurdóttur hans ætti sjer
unnusta.
Honum varð mikið um þetta. Hann stóð graf-