Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 101
Heilsufræðin fyr á tímura.
95
var hin afarskæða kýlasótt, er gekk á 14. öldinni,.
sem almennt var kallaður »svartidauði»; er svo á--
gizkað, að í honum hafi hrunið niður hjer uni bil
fjórði hver maður í þessari heimsálfu, eða nærfellt
25 miljónir manna.
Eins og þá stóð á, voru menn alveg varhúnir við.
þessum plágum, og gátu ekki gert sjer neina grein
fyrir þenn. Menn leituðu að undirrót þessara
uieina á himnum, og fundu hana þar, en ekki á
jörðinni. það var ekki það eitt, að menn höfðu
trú á því, að stjörnurnar boðuðu forlög manna og
rjeðu örlögum, t. d. þegar stórar halastjörnur höfðu
einhvern frábrugðinn ljóma, eða þegar einhver ægi-
feg loptundur sáust, eða þá þegar Satúrnus og
Júpíter stóðust svo á, að ófögnuð þótti boða.
Menn töldu sjálfsagt, að aðalorsökin væri refsi-
ðómur drottins yfir spilltu mannkyni. Mönnum
þótti því ekki annað vænlegra til þess að afstýra
engli dauðans en að gefa fyrir sálu sinni til
birkna og klaustra Menn gáfu allt, sem menn
gátu við sig losað, og það varð brátt ljóst, að.
kirkjan var lystargóð. jpegar hún hætti að geta
þegið, ljet hún troða gjöfunum upp á sig. þegar
svartidauði árið 1350 geysaði sem ákafast í Lybiku,
gáfu borgarmenn til kirkna og klaustra allt sem
þeir áttu af fjemætu; og þegar munkarnir ekki,
vegna rúmleysis gátu geymt meira, þá hentu menn
gjöfunum í þá inn yfir klausturmúrana.
Jafnframt drepsóttinni gengu nú eins og land-
farsóttir geðveikindi ; menn hálftrylltust af ótta,.
°g lögðu í einhverju ofboði á sig alls konar mein-
læti.