Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 152
146
Edv. Egeberg :
að hann kynni vel að nota góðan mat —; nmaður
fær þar ekki verulega gott að borða. Jeg slcal
þess vegna þiggja boð yðar með þökkumn.
Jeg gekk fram til að segja fyrir um kvöldmat,-
inn, og heyrði þá, að hann stóð upp og gekk
nokkrum sinnum fram og aptur um gólfið ; svo stóð
hann kyr, og rjett á eptir heyrði jeg, að hann tók
í strenginn á fiðlunni minni; svo heyrði jeg hann
ljek á hana, ofur-lágt, dálítinn stúf úr lagi. það
var auðheyrt, að hann gerði það raunar að eins til
að reyna fiðluna, en þó var eitthvað það í leikn-
um, sem rak mig undir eins úr skugga um, að
hann .kynni fyrirtaks-vel að leika á fiðlu. það
var svo að heyra sem h'onum líkaði liðlan vel,
því nú tók lianu að leika á hana hiklaust hvert
lagið eptir annað, allt þýð, en alvarleg sönglög,
vafði þau hvert um annað og spann út úr þeim
ótal kvíslar og kerfi, þangað til hann ein.s og allt
í einu þeytti þeim frá sjer. Svo byrjaði hann á
norsku vikivakalagi, bráðfjörugu.
þá var eins og jeg vaknaði af draumi. Nú var
gátan ráðin, og jeg mundi hver maðurinn var og
hvar jeg hafði sjeð hann áður. það var fyrir nær-
fellt 20 áriun, heima hjá foreldrum mínum ; jeg
var þá 14—15 ára gamall, en var mjög bráðþroska,
og það kvöld, þegar þessi maður gisti hjá foreldr-
um mínum þá, er eitt hið minnisstæðasta, sem jeg
hef lifað. f>á var hann, maðurinn þarna inni með
blóðhlaupna, úttaugaða drykkjurútsandlitið, þá var
hann á bezta aldri, hraustlegur og laglegur; svart-
ur á hár og hrokkinhærður. Nú var ekkert eptir
af hárinu nema fáeinar sinulitar stríflækjur, sem