Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 145
139
I tungls-ljósi.
livað, en hann gat ekki haft hugann við neitt, og
hann spanaði sjálfan sig meir’ og meira . upp.
jpegar klukkan sló tíu, jpreif liann stafinn sinn,
digran eikilurk, sem hanu hafði jafnan þegar liann
fór út um nætur að vitja sjúkra. Hann glotti við,
þegar hann virti fýrir sjer bareflið, og veifaði því
ögrandi í hendi sjer. Svo stóð hann snúðugt upp,
og lamdi stafnum í reiði sinni á stól, svo fast, að
stólbakið gekk í sundur og datt á gólfið. Hann
opnaði dyrnar og ætlaði út, en nam staðar í gátt-
inni. þ>að datt ofan yfir hann að sjá svo Ijómandi,
skínandi tunglsljós úti, að slíkt getur sjaldan að
líta.
Hann liafði þessa geystu lund, hið sama lund-
arlag, sem kirkjufeðurnir, þessi skáld og hugar-
flugsmenn, hljóta að hafa haft, og nú fann haun
sjer allt í einu hregða; hann komst við af hinni
yfirbragðsmiklu, hreinu fegurð hinnar fölu nætur.
Garðurinn, sem var laugaður í mildu, hvítu ljósi,
og ávaxtatrjen, sem voru gróðursett í rjettum röð-
um, urpu skuggunum af grönnum kvistum og ljettu
laufi út yfir trjágöngin, en blómsturfijettan, sem
vafðist meðfram múrveggnum, angaði með sterk-
um, ísætum ihn þessa hlýju, rólegu kvöldstund.
Hann dró andann djúpt og langan, teigaði loptið
eins og drukkinn maður vín, gekk liægt og hægt,
frá sjer numinn, utan við sig. ]pað lá við að hann
gleymdi systurdóttur sinni.
jpegar hann var kominn út á veginn, nam hann
staðar til þess að virða fyrir sjcr sljettuna, sem
lá fiöt undir þessu kjassandi Ijósi, sveipuð þessurn
uijúka, þreyjandi yndisleika, sem er einkenni-