Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 4
300
Theodóra Thoroddsen:
llÐUNN
grípur skeiðið, skemt er mér,
ég skelf og nötra af kæti.
Ó, slíkl eftirlæti!
að láta dýrið dilla sér,
drottinn! það er hrot úr þér.
Úr söðlinum ekki fet ég fer
fyr en af nóltu syrtir.
»Við skulum dansa l)etur þegar birtir«.
»Kom ég þar að kveldi
sem kerling sat að eldi«;
liýsli’ hún fyrir mig hestinn minn
og hét að Ijá mér hátinn sinn,
því langt er til Landanna,
liggur á milli slrandanna,
Ægir karl með ýgldar brár
og úlið skegg á vöngum,
og dætur hans með hrímhvítt hár
lioppa fram af töngum.
Kitla ég þær með einni ár,
þær ybba sig og grella,
fetta og bretla,
froðunni á mig skvetla. — —
Ekki varð sú för til fjár,
fengið heli ég banvænt sár.
Síðan er ég sagnafár,
sit ég i mínum öngum.
»Úli ert þú við eyjar blár,
en eg er að dröngum«.
Brimsins heyri ég hróp og dár
hlakka í kleltaþröngum.
Lífsins íinst mér leikurinn flár,
langt er síðan feldi ég tár,
í kvöldskugganum kaldur og grár
kvíði ég bárusöngvum.