Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Síða 8
304
Einar Iíjörleifsson:
rlÐUNN
undan, lagsmaður? Piltarnir koma með lestina. Engin
ástæða fyrir okkur til þess að vera að hengilmænast
með þeim.
Jú, ég var til í það.
— En ef þú lætur þann gráa ráða ferðinni, þá
get ég ekki hangið á þér, sagði ég. Þú veizt, að ég
er ekki eins vel ríðandi.
Við riðum fram fyrir lestina. Þá hleypti Olafur
Grána sínum. Það var yndislegt að sjá, hvernig liann
bar fæturna, hvað skeiðið var dúnmjúkl, þó að hest-
urinn færi eins og fugl ílygi. Klárinn minn fór á
stökki, svo hart, sem liann komst, en varð samt
langar leiðir á eftir.
Ólafur fór af haki í ofurlitlum, yndislegum, grös-
ugum hvammi, til þess að lála Grána sinn kasta
mæðinni. Þar náði ég honum. Hann fleygði af hon-
um linakknum og tók beizlið fram úr lionum.
— Honum líður þá betur, meðan við stöndum við.
Ekki má það minna vera, sagði hann, og rendi
þakklætis- og ástaraugum til Grána.
— Þelta er nú skárri gæðingurinn, sagði ég.
— Já. En hann er nokkuð dýr. Það er ekki lítið,
sem maður tapar á svona hesti alt árið.
— Nei. En það er ánægjan. Hún er þó nokkurs
virði. Og þú liefir efni á því.
— Ég?
Röddin var eins og alda frá einhverju úthafi undr-
unarinnar.
— Já. Þú átt jörðina þína. Þú átt fallegt bú.
Börnin þín eru komin upp, og þú hefir koinið þeim
ágætlega áfram. . . . Þú vilt el' lil vill selja mér
þann gráa?
— Ég? . . . Selja Grána? . . . selja Grána?
Hann tók það upp nokkrum sinnuin með mörg-
um tilbreylingum, alt frá háværri reiðihlandinni