Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Síða 10
306
Einar Hjörleifsson:
l IÐUNNS
— Jú-ú . . . eg gæti sagt þér það. . . . Það var
auðvitað, þegar ég fékk hana þorbjörgu mína.
Eg glápti á hann agndofa. Allir liöfðu sagt mér,
að Þorbjörg væri mesta sæmdarkona; að atorka
hennar hefði verið svo frábær, að sumum hefði þótt
það mestu lýtin á Ólaíi, að hann skyldi ekki hafa
tekið í taumana og aftrað einhverju at því striti, sem
hún hafði á sig lagt; að það væri að minsta kosti
eins mikið lienni að þakka eins og honum, hvað
vel þeim hafði gengið; og að jafnan liefðu verið með
þeim ástir góðar.
Eg mintist á þelta alt við hann.
— Það getur þó ekki verið, að þú teljir það mesta
tapið þitt, að þú fékst hana Þorbjörgu, sagði ég að
lokum.
Ólafur þagði þolinmóðlega, meðan ég lél dæluna
ganga.
— Þú misskilur mig alveg, sagði hann svo.
— Hvað átlu þá við?
— Eg á við það, lagsmaður, að þá misti ég aleigu
mína. Og ég skal segja þér, Finnbogi, að þegar
maður hefir þrælað frá barnæsku, lagl hart á sig,
neitað sér um alt og haldið saman hverju lililræði,
til þess að verða einhvern tíma að manni og eignast
eitthvað, þá er hart að láta taka það af sér alt
saman, láta annan mann sópa því lil sín, og slanda
eftir alsnauður glópur. Finst þér ekki?
Jú, ég kannaðist við það. Og ég spurði hann,
hvernig þetta hefði þá alvikast.
— Það er nú alt of langt mál, sagði Ólafur.
— En leiðin er löng, sagði ég.
Og að lokum fékk ég Olaf til þess að leysa frá
skjóðunni.
— Eg var ungur í þá daga, og þótti lieldur vel
að manni, sagði hann. Eg var vinnumaður hjá Arn-
Ijóti heitnum á Gili . . . þú veizt hvar það er . . •