Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Page 12
308
Einar Hjörleifsson:
IIÐUNN
— Hvernig fékstu þá hugmynd? spurði ég.
Ólafur hló.
— Það er nú liægra sagt en gerl, karl minn, að
skýra nákvæmlega frá því. Veizlu til þess, að það
hafi nokkurn tíma komið fyrir, að piltur og stúlka
hafi verið svo á heimili saman, að þau liafi ekki
skilið hvort annað í þeim efnum? Pau þurfa ekki
að segja neitt. Og Þorbjörg sagði ekki neitt. En
maður sér það á augnaráðinu og svo mörgu. Og
hamingjan má vita, hvort það berst ekki einhvern
veginn í loftinu, lagsmaður.
Mig hafði grunað það margar vikur. En ég man
kvöldið, sem tók af allan vafa hjá mér.
Hann virtist ætla að láta þarna staðar numið. En
ég var orðinn dálítið forvilinn og togaði framhaldið
út úr honum.
— Ég hafði verið á beitarhúsunum, eins og ég
var vanur, sagði hann þá. Eg hafði staðið yfir sauð-
um uppi í einu skarðinu. Þar náðist nærri því æfin-
lega til jarðar. En gjóstugl var þar oft. Vindurinn
reif og tætli snjóinn þaðan og þyrlaði honum ofan
i brekkurnar. Æíinlega var versl niður frá, þegar
hann stóð úr þessum skörðum. Það hafði verið harð-
viðri, en hríðarlítið fram undir kvöldið. Meðan ég
var að láta féð inn, rauk hann á með öslcrandi
blindhrið, einmitt ofan úr skörðunum. A bersvæði
var nærri því óstælt. Og það sá ekki úl úr augunum.
Það var auðvitað mesta villeysa af mér að fara
nokkuð úr beitarliúsunum. En ég lét mér ekki all
fyrir brjósti hrenna á þeim árunum. Það var eins
og klifskrattanuin væri stolið úr liuga mínum, þegar
ég lagði af stað.
Þú hefir ef til vill ekki komið að Gili? . . . Nei
. . . Bærinn ber nafn af voðalegu gili, sem er þar
rétt fyrir utan. Yfir gilið er farið eftir hamrastalli,
freinur tæpum, sem er kallaður Klifið. Ofan við hann