Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Blaðsíða 13
IÐUNN]
Alt af aö tapa?
309
eru snarbrattir melar. Neðan við hann þverhníptir
hamrar. Lofthræddum mönnum þykir aldrei gott að
fara þennan veg. Sumum þykir hann æíinlega ófær.
Yfir þetta gil átli ég að sækja.
Ég skal segja þcr, lagstnaður, að þegar ég kom að
klifinu, þá lá við, að tnér féllist hugur. Eg fór að
hugsa um að snúa við aflur til beitarhúsanna. En
þá hefði ég liaft veðrið beint framan i andlitið á mér.
Eg var hræddur um, að ég mundi alls ekki ná hús-
unum. Og ég var líka hræddur um, að ofviðrið
mundi fleygja mér fram af hömrunum, ef ég héldi
áfram. Eg tók samt það ráð að halda áfratn — og
að skríða alt gilið. Eg treysti mér ekki með nokkru
lifandi móti lil þess að ganga það. Eg var lengi að
þumlungast ál'ram, eins og þú getur nærri. Stundum
var inoldviðrið svo svart, karl tninn, að ég var á
logandi nálum um, að ég mundi reka hrammana
fram af hömrunum. Eg var kófsveittur, meðan ég
var að krafsa mig þarna áfram, þó að veðurharkan
væri grimm. En alt komst ég það. Og á endanum
lauk ég upp bæjarhurðinni á Gili.
Þá vildi svo til, að Þorbjörg kom með ljós fram
göngin.
— Guði almáttugum sé lof! lieyrði ég, að hún
sagði.
Og ef þú hefðir heyrt, hvernig hún sagði það! Ég
skal segja þér, það getur nú snúist alla vega í henni
veðrið, svona eins og gerist um kvenfólk. En það
leynir sér aldrei, hvað henni býr í brjósli. Og þá
ckki heldur, þegar lienni þykir vænt um eilthvað.
Það er nú hennar eðli að vera lirein og bein, og
bregða aldrei á neinn yfirdreþskap. Iiún kom til mín
fram í bæjardyrnar, og bað mig að koma blessaðan
og sælan. Eg sá, að hún liafði grátið.
— Ætli henni hafi nokkuð sinnast við karlinn?
sagði ég við sjálfan mig.