Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Page 16
312
Einar Hjörleifsson:
[IÐUNN
spurði liana, hvort það væri ekki lögmælt erindi að
láta hana vita, að mér þælli vænt um hana.
t*á fór hún að gráta, og sagði, að ég vissi það
sjálfur, að það væri ilt erindi.
— Er það vegna Arnljóts gamla? spurði ég hana.
Hún sagði, ég vissi það víst sjálfur.
Ég fór að reyna að telja um fyrir henni. Eg sýndi
lienni fram á, að reytur Arnljóts væru ekki þess
verðar að fleygja æsku sinni í liann. Hann gæti
lifað 30 ár enn, eða hver veil hvað lengi. Og svo
hitt og annað, sem mér hugkvæmdisl. Ilún hlustaði
á mig, gaumgælilega, að mér fanst.
— Það er tvent, sagði hún svo.
Mér þólli ákaflega vænt um, að hún var þó ekki
svo afundin, að hún væri óláanleg lil þess að lala
um málið við mig.
— Já? Hvað er þetla tvenl? spurði ég.
— Það er nú pabbi, sagði hún.
Ég skildi það. Það voru eilíf vandræði með karl-
inn. En ég sagði henni, að það væri ekki annað en
vitleysa að setja það fyrir sig. Þessi búskapur væri
ekki til annars en auka honum áhyggjur og þyngsli.
— Við tökum bara karlinn til okkar. Eg veit um
jörð á Vesturlandi, sem ég gæti fengið. Það væri
ekki til neins að senda föður þinn á hana. Hún gerði
ekki annað en setja hann á höfuðið. En ég skal
ráða við hana, sagði ég. . . . Hvað er liitt?
— Ég hefi lofað þessu, sagði liún.
— Lofað! sagði ég.
Og ég skal segja þér, lagsmaður, ég sagði það
ekki af mikilli lolningu fyrir þessu loforði, sem hún
hafði gefið Arnljóti.
En þá rauk hún upp eins og eldibrandur.
— Já, lofað, sagði hún. Eg hefi ásetl mér að balda
alt, sem ég lofa, ef ég gel það með nokkuru móti. Ég