Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Qupperneq 18
314
Einar Hjörleifsson:
I iðunn
Svo fór ég að hugsa um, að ég yrði að tala við
karlskrattann. Auðvitað er það ekki til neins, sagði
ég við sjálfan mig. En ekki gat hann étið mig, þó
að ég talaði við liann.
Það vildi svo vel til, að hann kom daginn eftir
kjagandi út á beitarhúsin, til þess að líta eftir fénu
og heyjunum. Hann gat ekkert að minni frammislöðu
fundið, og hann ætlaði að fara að lialda heim. íJá
sagði ég, að það væri dálítið, sem mig langaði til
að tala um við hann.
— Jæja, Ólafur minn, livað er það? sagði Arnljótur.
Hann var eitlhvað svo óvenjulega lymskulega
Ijúfur á svipinn, að mig grunaði undir eins, að nú
byggi hann yfir einhverju illræði. íJað kom ofurlítið
hik á mig, svo að hann sagði:
— Nú-nú, hvað er það þá?
Ég hefi nú aldrei verið neitt einaurðarlaus maður.
En það er einhvern veginn svona, að mér lieíir
fundist margt verk árennilegra en að hiðja húsbónda
minn um unnustuna hans — og það þegar liúsbónd-
inn er nú jafn-illvígt meinhorn eins og Arnljótur var.
— Það er um IJorbjöi'gu, sagði ég.
— Já? Einmitt það —. Og þú hefðir átt að sjá,
livað hann varð lymskulegur á svipinn. — Hefirðu
nokkuð undan henni að kvarta? sagði hann.
Við vorum staddir inni í einu fjárhúsinu. Hann
studdist upp við garðahöfuðið, tók eill strá úr garð-
anum og fór að bíla í það — til þess að inér skyldi
sýnast liann einstaklega rólegur, lield ég.
— Nei, sagði ég. Kvarta? Mikil lifandi ósköp!
Undan hverju ætli ég að kvarta?
IJú skilur, að ég var svona að tefja tímann, og
hugsa mig um, hvernig ég ætli að taka karlvarginn.
Svo kom ég með það, án frekari formála:
— Eg lield þú ættir að sleppa henni, sagði ég.
— Sleppa henni? Við hvað?