Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 21
IÐUNN|
Alt af að tapa?
317
Nú þögðum við aflur báðir, nokkuð Iengi þetta
skiftið. Ég þorði ekki að segja nokkurt orð, meðan
karlinn var í sínum hugsunum. Ég var svo liræddur
um, að ég kynni að spilla einhvern veginn fyrir
okkur Éorbjörgu. Éví að nú var ég farinn að lialda,
að það gæli verið, að þelta væri ekki vonlaust. Arn-
ljótur gaut augunum út undan sér lil mín alt af
öðru hvoru.
— Hvað viltu til vinna? sagði Arnljótur loksins.
— Ég vil alt til vinna, sagði ég.
— Jæja, Olafur minn, þú lætur mig þá fá þessar
rollur, sem þú hefir á fóðrum hérna í ærhúsinu,
sagði hann.
Eg fór að lilæja.
— Svo mikið gætir þú boðið mér fyrir þær,
sagði ég.
— Eg býð þér það fyrir þær, sem þú ert að biðja
um, sagði hann. Þú gefur mér, þegar þú kemur
heim í kvöld, kvittun fyrir andvirðinu fyrir allar
rollurnar. Og ég segi Þorbjörgu, að hún sé laus allra
mála við mig.
Eg var eins og steini lostinn.
— Skilst mér það rélt, Arnljótur, að þú ætlir að
setja það upp að fá allar ærnar mínar fyrir ekkert?
sagði ég.
— Fyrir ekkert? sagði hann. Er Þorbjörg þá ekk-
ert? En ekki er mín þægðin. Ekki er ég að neyða
þig. Gerðu eins og þér sýnist. Eg get ekki betur boðið.
— En þetla er aleigan mín, Arnljótur, sagði ég.
Þegar ærnar eru farnar, þá á ég ekki eyrisvirði, nema
fatagarmana mína.
Hann hló illmannlega.
— Er það satt? sagði hann. Er það aleigan þín?
Nema Þorbjörgl Þú sýnist alveg gleyma því, að þú
eignast hana. Og svo kantu að eignast einhverja
krakka með lienni. Þeir eru ekki lieldur einskisvirði.
' 21*