Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Page 23
IÐUNN]
Alt af að tapa?
319
mér samferða heim. Eg sá það eftir á, að það gerði
hann til þess að sjá um, að ég skyldi ekki ná fundi
Þorbjargar, áður en ég skrifaði undir. Ilann hefir
víst verið hræddur um, að ef hún fengi að vita skil-
málana, kynni hún að segja honum upp, án þess að
hann í'engi nokkura rolluna. Og þegar við komum
heim, fór liann með mig rakleiðis inn í haðstofuend-
ann, sem hann svaf í, hripaði kvittunina í snatri,
sótti tvær stúlkur sem vitundarvotta og lét mig skrifa
undir. Svo stakk hann kvittuninni niður í skúfi'u og
lokaði henni.
Þorbjörg var frammi í bæ, og vissi ekkert um
þetta, fyr en alt var um garð gengið. Eg fór að leila
að henni, og fékk hana inn í stofu.
— I5á er þetta búið, sagði ég.
— Búið? Hvað er búið? sagði hún, og skildi ekki
upp né niður.
— Arnljótur er búinn að gefa þér upp trúlofunina,
sagði ég.
t*ú hefðir átt að sjá, hvernig andlilið á henni
breyttist. Hún varð að einum geisla, lagsmaður.
— En það var nokkuð dýrt, sagði ég. Það kost-
aði aleigu mína.
Það var eins og liún tæki ekkerl eflir þvi.
— En er það satt? Er það áreiðanlegt? sagði hún
áfjáð.
— Já, víst er það satt, sagði ég. En það kostaði
allar ærnar mínar. Og ég á ekkert annað.
— Ærnar! sagði hún, eins og það væri einhver
útslilinn skógarmur, sem hún var að tala um. Hvað
gerir til um ærnar?
Mér fanst nú gera ári mikið til um þær. Og ég
sagði henni það.
— Heldurðu, þú eignist ekki aftur ær? sagði hún
þá. Heldurðu, ég lijálpi þér ekki til þess að eignast
einhverjar ær?