Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Síða 24
320
Einar Hjörleifsson:
l IÐUNN
Og það heíir hún líka efnt, Finnbogi. Hun hefir
hjálpað mér, bæði til þess og annars.
lúg spurði Olaf, hvað hefði þá gerst hjá þeim meira.
— Ekkert í þetta skiflið, sagði Ólafur. Nema hún
kysti mig, og sagðist skyldi muna mér þelta alla
mína æfi, og var svo ákaílega glöð.
— Hvernig fór þá um Þórð karlinn? spurði ég.
Hann hefir fengið að vera kyr á kotinu?
— Og minslu ekki á það, sagði Ólafur. Alt sanian
svik. Arnljótur sagði honum upp jarðnæðinu daginn
eftir að ég skrifaði undir kvittunina, sendi mann
gagngert með útbygginguna.
— Hvað gerðuð þið þá? spurði ég.
— Það er nú saga að segja frá því. Þorbjörg var
nokkuð stórlynd á þeim árunum. Heldurðu ekki
annars, að allar konur, sem eru aðrar eins veru-
manneskjur eins og hún, séu nokkuð stórlyndar?
Bezt gæti ég trúað því. Þegar hún frétti þelta, varð
hún æf við mig.
— Seltirðu það ekki upp, að pabbi fengi að vera
kyr? sagði hún.
— Jú, sagði ég. En Arnljótur hefir svikið það.
— Fékslu það ekki skrillegl? sagði liún.
Nei, ég varð að kannast við, að ég hefði ekki
fengið það skriflegt.
— Eg var svo auðtrúa og gálaus, sagði ég. Það
var líka af þvi, að ég var svo mikið að liugsa um
þig, að þessu var alveg stolið úr huga mínum, þegar
ég skrifaði undir kvittunina.
Eg hafði nú líka verið að hugsa um ærnar. Pví
að það v a r liart að missa þær. En það gat ég ekk-
ert um þá, eins og þú skilur.
— Það var líka nokkurl vit í því að trúa honum
Arnljóti! sagði hún.
— Já, en, góða — þú sem ætlaðir að trúa hon-