Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Page 28
324
Einar Hjörleifsson:
[ IÐUNN
væri mjög óánægð með mig. Og svo er það fram á
þennan dag.
— Hvað sagði þá^Þorbjörg? spurði ég.
— Ég hitti hana eina um kvöldið, sagði Olafur.
Hún spurði mig, hvort Arnljótur liefði komið við á
heitarhúsunum.
— Já, sagði ég.
— Hvað fór ykkar í milli? sagði hún.
— Og ekkert sérstaklega sögulegt, sagði ég.
— Nei . . . þú hefir ekki þorað það? sagði liún.
Kg var i ári miklum vandræðum. En ég held nú
sanil, að ég liafi þá sagt það sniðugasta, sem eg heíi
nokkurn tíma sagt á æíi minni. Og mig furðar á
því, að ég skyldi vera svo gáfaðnr þá að iáta mér
detta þetta í lnig. Því að ég hugsaði heldur lítið um
trúarbrögðin á þeim árum. En mér datt það í hug
samstundis, að ég vissi, að Þorbjörg las hænirnar
sínar á hverju kvöldi. Og ég vissi líka, að trúin var
henni viðkvæmt alvörumál, eins og henni er enn í
dag. Eg hafði einu sinni séð hana skifla svo skapi
út af því, að hún heyrði talað með létlúð um þau
málefni, að mér var það minnisstætt. Og nú datt
mér það snjallræði í hug að lúta að eyranu á lienni
og segja: Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og
fyrirgefum vorura skuldunautum.
Hún hrökk við, þegar ég sagði þella, og stóð
nokkura stund í liugsunum.
— Já, ég veit það, sagði hún svo, að við eiguna
að læra að fyrirgefa. En það er nokkuð örðugt. Mér
er það örðugt, því að ég veit, að ég er langrækin.
En ég ælla að reyna það.
En þá kom það versta, lagsmaður. Hún lagði
liendurnar um hálsinn á mér og sagði:
— Svo að þú ert svona mikið betri en ég!
Þá skammaðist ég mín eins og hundur, lagsmaður.