Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Síða 33
IÐUNN]
329
Saga talsímans.
þessu sama einkaleyfisbréri er talað um uppgötvun
þessa sem endurbót á ritsímanum og er stundum
kallað hljóðritsími, en í raun og veru er talsíminn
jafn ólíkur ritsímanum eins og mælska ræðuskör-
ungsins er fingramáli málleysingjans.
Það er engum vafa undirorpið, að þessi uppfundning
Bell’s var á engan liátt nein tilviljun, heldur bygði
hann á réttum grundvelli og var svo heppinn að
iinna nákvæmlega þá rétlu hluti, sem til þess þurfti.
Þegar Bell var nú búinn að finna upp talsímann
og fá einkaleyfi á honum, þá skyldi maður ætla, að
það sem eflir var, mundi nú ganga eins og í sögu;
að allur almenningur mundi taka talsímanum tveim
höndum, og að hann yrði þegar Bell sjálfum til
gleði, auðs og ánægju; en það var nú öðru nær,
menn hlógu bara að slíkri vitleysu, að hægt væri
að senda mál manna langar leiðir eftir mábnþræði!
Og 75 dagar liðu svo, frá því Bell fékk einkaleyíið,
að ekkert blað fékst lil að minnast á slíkt endemi.
En um það leyti var haldin aldarsýning í Philadel-
phíu; og svo vel vildi til, að Hubbard var einn í
sýningarnefndinni; hann gat komið því til leiðar, að
Bell var leyft að sýna talsímann i anddyrinu á einni
af sýningarbyggingunum. Sanders lijálpaði Bell lil að
komast á sýninguna, og þar var hann búinn að vera
í 6 vikur án þess að nokkur maður veilli þessari
uppfundning hans ina minstu athygli. Sunnudaginn í
7. viku sýningarinnar ællaði dómnefndin að fara sér-
staka eftirlitsför á sýninguna. Eftir mikla fyrirhöfn
heppnaðist Ilubbard, að fá nefndina til að lofa því,
uð verja nokkrum mínútum þenna dag til að líta á
falsimann.
Allan þenna Sunnudag beið Bell hálf-örvæntingar-
íullur við litla borðið sitt i anddyrinu, eftir dóm-
nefndinni, sem lét bíða nokkuð lengi eftir sér. Pað
■\Tar ákaílega heitt um daginn, og nefndin hafði margt