Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Qupperneq 41
IÐUNN]
Saga talsimans.
337
og Edison. En þessi tilraun W. U. T. C. til að koma
Bell-félaginu fyrir kattarnef, liafði gagnstæð áhrif við
það sem til var ætlasl, því að nú fékk Bell-félagið
fj'rst byr undir báða vængi. Nú voru engin vand-
kvæði á að fá böfuðstólinn, því að nú streymdu að
peningamenn úr öllum áttum, sem vildu leggja fé
sitt i félagið; nú fyrst opnuðust augu þeirra fyrir
því, að hér mundi vera um arðvænlegt fyrirtæki
að ræða. Nú logaði alt í málaferlum milli W. U. T. C.
og Bell-félagsins, og þegar þau höfðu staðið ylir eitt
ár, þá ráðlagði aðal-málaflutningsmaður W. U. T. C.
því, að reyna að komast að einbverjum sættum við
Bell-félagið; bann hefir vafalaust séð, að það hafði
ekki hreint mjöl í pokanum. Bell-félagið var fúst á
að sæltast og niðurstaðan varð sú, að W. U. T. C.
viðurkendi Bell inn rétta upphaílega uppfundninga-
mann lalsimans og að einkaleyfið væri fullgill í alla
slaði, og lofaði ennfremur að hætta að reka talsíma-
viðskifti. Bell-félagið lofaði aftur á móti, að kaupa
símakerfi W. U. T. C„ að borga W. U. rJ'. C. 20 °/o
af ölluin talsímalækjum sínum og, að reka ekki nein
rilsímaviðskifti.
En ofsóknunum á Bell-félagið var ekki lokið með
þessu; það reis upp hver maðurinn á fætur öðrum
og þóttust þeir allir hafa fundið upp lalsímann á
undan Bell; félagið átli í þessum málaferlum 11 ár,
en málunuin lauk svo, að féfagið vann þau öll.
Talsími Bell’s var mjög einfalt verkfæri; það var
ekki nema helmingur af talsímaáhaldi því, er nú
notum vér, þ. e. a. s. það var bara lieyrnartólið, sem
vér nú notum að eins til að hlusla með, en þá var
liæði hlustað og talað með því. Þegar maður talaði
hélt maður heyrnartólinu fyrir framan munninn á
sér; en þegar maður hlustaði, varð maður að flytja
það upp að eyranu. Þetta mun hafa gengið hálf
skrykkjótt í byrjuninni, eins og eftirfarandi reglur,