Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Qupperneq 44
3-10
Gísli J. Olafsson:
| IÐU.NN’
»mikrofon« — talfærið, sem lalað er í —, en það
hefir síðar verið endurbælt af Edison.
Næsta hlutverkið var, að reyna að útrýma öllum
þeim skarkala og hávaða, sem ávalt var á talsíma-
línunum. Allar línur voru þá einfaldar og áhöldin
voru sett í samband við jörðina. Pelta jarðsamband
var það, sem orsakaði öll óhljóðin og hávaðann.
Menn heyrðu hvelli og smelli frá ritsímalínunum,
lal manna frá öðrum talsímum, urg og suðu og ólal
önnur undarleg hljóð, sem enginn maður hafði heyrt
áður. Skarkalinn var miklu meiri á næturnar en á
daginn, og um miðnættið náði hávaðinn hámarki
sínu. Ástæðurnar fyrir því, að óhljóðin eru meiri á
næturnar en á daginn, vita menn ekki enn þá. Árið
1883 var fundið ráð við þessu, jarðsambandið var
tekið burtu og leiðsluþræðirnir voru hafðir tveir, og
með því móti tókst að fá alveg »lireina« talsimalínu.
Sá sem átli lieiðurinn fyrir þetla, var ungur Ameríku-
maður af írskum æltum, John J. Carty að nafni.
IJann er nú yfirverkfræðingur Bell-félagsins og er
lalinn lang-frægasti talsímaverkfræðingur heimsins.
Nú fór talsíminn að breiðast óðfluga úl; í slór-
bæjunum var búið að vefa svo mikinn vef, að varla
sást lil sólar fyrir símaþráðum. Símaslaurarnir voru
orðnir 50 fet á bæð, þá 60—70 — 80 og loks 90 fet
yfir götuna, og horfði þá til vandræða að koma fleiri
símaþráðum fyrir. Það voru því gerðar margar til-
raunir til að finna upp kabil til að koma þráðunum
í jörð niður, án þess þó að draga mikið úr hljóð-
inu; en sá stóri galli vildi lengi loða við kablana,
að mörgum sinnum ver heyrðist með þeim en með
lofllínunum, þangað til loks Ameríkumanni, sem
Iiarrett heitir, tókst að búa lil kabil, sem, að svo
miklu leyti sem hægt er, hefir alla kosli loftlínanna
til að bera, en þær eru einangraðar með bezta ein-
angraranum, sem til er — loflinu. Ilann vafði laus-