Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Qupperneq 48
341
Gísli J. Ólafsson:
[IÐUNN:
um úlbreiðslu talsímans, læt ég hér fylgja töflu yfir
þær 15 þjóðir, sem tremst slanda, þ. e. a. s. þær
sem ílesta talsíma hafa hlutfallslega eítir fólksfjölda.
Er hér farið eftir nýjustu skýrslum, sem fyrir liggja,
en þær ná ekki nerna til 1914. Margur mun furða
sig á, að sjá ísland koma hér sem nr. 12 í röðinni,
rétt í hælunum á Bretlandi inu mikla, og má það
lieila all-vel gert á ekki lengri tíma, enda hefir tölu-
vert verið eftir íslandi tekið erlendis einmitt fyrir
þessar sakir.
Talsímaíjöldi Talsimar á hverja 100 ihúa
Bandaríkin í N.-Ameríku... 9,542,017 9,7
Canada 499,774 6,5
Nýja Sjáland 49,415 4,6
Danmörk 129,277 4,5
Svíþjóð 233,008 4,1
Ilawaii 7,284 3,5
Noregur 82,550 3,4
Áslralía 137,485 2,8
Sviss 96,624 2,5
t’ýzkaland 1,420,100 2,1
Bretland 780,512 1,7
ísland 1,335 1,6
Luxemburg 4,239 1,6
Holland 86,490 1,4
Finnland 40,000 1.2
Eins og sést af þessu, er talsíminn lang-úlbreiddaslur
í föðurlandi sínu, í Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Par hefir hér um liil líundi hver maður talsíma. Og
í stærstu borg Bandaríkjanna, New York, eru langl-
um fleiri talsímar en í nokkurri annari borg í heiin-
inum; hún hefir Ileiri lalsíma en samlals eru í Frakk-
landi, Hollandi, Belgíu og Sviss. í einni af stærstu
byggingunum í New York — en liæsta liúsið þar er
58 hæðir — eru (5 þúsund talsímar, og allir þræð-