Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Side 51
iðunn|
Saga talsimans.
347
að hægt er að flytja þráðlaust samtal yíir á simalínu
og gagnstætt, og talað er í venjulegt talsímaáhald;
en annars er öllum útbúnaði þessara þráðlausu firð-
talstækja haldið leyndum enn þá, sakir einkaleyfis
þess, sem verið er að fá á áhöldunum. En það er
engum vafa bundið, að undir eins og Norðurálfu-
slyrjöldinni léttir, verða reistar þráðlausar firðtals-
stöðvar í öllum helztu borgum álfunnar.
Við lifum á miklum framfaratímum, og við íslend-
ingar lifum i landi, sem hlýtur að eiga fyrir sér
bjartari framtíð en flest önnur lönd álfunnar.
Og það er spá mín og óbifanleg sannfæring, að
þess verði ekki langt að bíða, að við förum brun-
andi með járnbraut norður á Akureyri og að við
getum þá, meðan við erum á ferðinni, hringt upp
kunningja okltar, sem eru á leið til Ameríku með
stóru Atlantshafsskipum Eimskipafélags íslands, og
spjallað við þá um heima'og geima.
Ég er þá ekki spámannlega vaxinn, ef þetla kemur
«kki fram!
Vorvísa.
Eftir
Jakob Thorarensen.
Vonir lilæja Hörpu við,
hjá þér æ þær vista
sunnanblæ og sólskinið
sumardaginn fyrsta.
Iðunn I.
23