Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1916, Síða 55
IÐUNN]
Dr. Minor,
vísindamaður og morðingi.
(Sönn saga af núlifandi merkismanni.)
Það er enskt máltæki, að sannleikurinn geti verið
kynlegri en nokkur skáldsaga, og það liygg ég að
lesendur muni samsinna, er þeir hafa lesið sögu
þessa.
Maður, sá er hér segir frá, er nú öldungur, fult
áttræður að aldri og lilir nú í friði og næði hjá
ættingjum sínuin í Bandaríkjum Vesturheims.
Margir hafa, ef til vill, heyrt getið um ina miklu
fixnafurðu-orðabók, sem stundum er kend við aðal-
rilstjóra sinn, Sir James Murray, og kölluð Murray’s
English Dictionary; það er stærsta orðabók í heimi,
og tekur yfir orð enskrar tungu með skýringuin á
ensku. Eg verð að geta þessarar frægu orðabókar
hér, af þvi að saga Dr. Minor’s stendur í svo nánu
samhandi við liana.
James Murray var frá öndverðu falið að standa
lyrir útgáfunni sem aðalritstjóri, en Málfræðisfélagið
hrezka tók að sér að kosta útgáfuna, en það þraut
brált fé, og tók þá háskólinn í Öxnafurðu (Oxford)
að sér að kosta framhaldið. Árið 1857 byrjaði upp-
haf bókarinnar að lcoma út, en síðustu heftin með
hókstöfunum T lil Z, komu út rétt fyrir síðustu ára-
mót, og er hókinni þar með lokið. Meira en fimm
þúsund sjálfboðaliðar liafa unnið ókeypis sem að-
sloðarmenn Murray’s, safnað orðum og merkingum
l'eirra. Var sú hjálp, eins og vita mátti, mjög mis-
Jafnt af hendi leysl og misjöfn að gæðum.